Eins og áður hefur komið fram gáfu Samtök atvinnulífsins í gær út ítarlega skýrslu um samkeppnislögin, framkvæmd þeirra og viðhorf atvinnulífsins gagnvart þeim. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi á Hilton Nordica í gærmorgun og um hana er fjallað í Viðskiptablaðinu í dag.

Eitt af því sem gagnrýnt er í skýrslunni er tímalengd þeirra mála sem eru til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Tekin eru einstök dæmi um langar málsmeðferðir og þann skaða sem þær kunna að valda.

VB Sjónvarp spurði Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, út í þessa gagnrýni. Hann segir mörg fyrirtæki tefja viljandi fyrir en langur tími rannsókna geti ekki eingöngu skaða þau fyrirtæki sem eru til rannsóknar heldur einnig þau fyrirtæki sem síðan eru í samkeppni. Þá fjallar Páll Gunnar um minnkandi fjárframlög til stofnunarinnar.