Hagfræðingurinn franski Thomas Piketty afþakkaði í morgun mestu viðurkenningu sem veitt er í Frakklandi, Légion d'honneur, í mótmælaskyni við stefnu stjórnvalda þar á landi. Business Insider greinir frá þessu.

„Ég afþakka þessa viðurkenningu vegna þess að ég tel það ekki hlutverk stjórnvalda að ákveða hverjir eru virðingarverðir. Þau myndu gera meira gagn ef þau myndu beita sér í auknum mæli fyrir auknum hagvexti í Frakklandi og í Evrópu.“ sagði Piketty í samtali við AFP í dag.

Bók Piketty, Capital in the 21st Century, sem kom út í lok árs 2013 vakti mikla athygli á árinu sem var að líða. Í henni er fjallað um ójöfnuð í heiminum en þar stingur hann m.a. upp á því að tekinn verði upp alþjóðlegur eignaskattur til að draga úr ójöfnuði.