MMR kannaði á dögunum afstöðu fólks gagnvart því að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.

Flestir voru fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi, eða 61,7%. Þetta er töluverð lækkun frá árinu 2013 en þá voru 67,2% fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar.

Þeir sem kjósa Samfylkinguna er líklegastir til að vera jákvæðir því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar eða  80,1% fylgjandi, hjá Vinstri grænum eru 74,4% fylgjandi og 70,2% hjá Sjálfstæðisflokknum. Píratar eru ólíklegastir til að vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar en um 51,8% þeirra voru fylgjandi.

Af þeim sem eru andvígir því að Þjóðkirkjan byggi trúarbyggingar skera Píratar sig úr en, 31,6% þeirra segjast vera andvígir því að Þjóðkirkjan fái að byggja. Aðrir flokkar voru með undir 10% í sama flokki.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skera sig talsvert úr í afstöðu til þess hvort að félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingu. 58,1% þeirra sem kjósa Framsókn og 52,3% þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn segjast vera andvígir því að félagið fái að byggja trúarbyggingu á Íslandi. Aðrir flokkar eru undir 20% og Vinstri-grænir eru eini flokkurinn sem nær undir 10%, en 9,1% kjósenda VG eru andvíg því að félag múslima fái að byggja.