Flatbökukeðjan Pizza Hut mun breyta nafni sínu í Bretlandi í Pasta Hut, ásamt því að kynna til sögunnar hollari matseðil.

Þetta kemur fram á vef Marketing Week.

Fyrr á árinu gekk fyrirtækið í gegnum sambærilegar breytingar í Kanada. Fyrirtækið ætlar að verja um 100 milljónum punda á næstu sex árum í að endurhanna, bæta og fjölga matsölustöðum sínum þar í landi.

Ríkari áhersla verður lögð á pöntunarþjónustu yfir netið og heimsendingarþjónustu.

Fastagestir þurfa þó ekki að örvænta því Pasta Hut mun halda áfram að selja sams konar pitsur og áður.