Vladimir Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi Vladimir Lenín nú á dögunum. Hann sakaði stofnanda Sovétríkjanna um að hafa „komið tímasprengju fyrir undir ríkinu,” auk þess sem hann sagði morð Leníns og ríkisstjórnar hans á ríkjandi keisara hrottaleg.

Meðal þess sem Pútín gagnrýndi var ákvörðun Leníns um að draga landamæri Sovétríkjanna gegnum Pólland, sem hefði skapað þjóðernislegan ágreining. Þá finnst Pútín ríkisstjórn og ákvarðanir Leníns vera stór áhrifavaldur í borgarastyrjöldinni um Krímskaga sem blossaði upp í apríl 2014 og hefur staðið yfir síðan þá með vopnahléum af og á.

Pútín hefur ekki látið ummæli af þessu tagi falla áður - eða í það minnsta ekki svo harkaleg ummæli. Staðreyndin er sú að stór hluti Rússa skilgreinir sig enn sem kommúnista, og líta upp til Leníns. Eins og alvitað er var líki hans smurt og komið fyrir í grafhýsi á Rauða torginu.

Pútín sagði að þrátt fyrir gagnrýni sína héldi hann ólíklegt að ríkisstjórnin myndi vilja koma á breytingum á því fyrirkomulagi. Hann varaði við því að taka ákvarðanir sem gætu komið á ósætti meðal þjóðarinnar.

Vladimir Lenín var leiðtogi Bolsévikaflokksins ásamt Trotský á tímum rússnesku byltingarinnar árið 1917. Hann var leiðtogi Sovétríkjanna frá árunum 1922 til 1924, þegar hann lést.