Forseti Rússlands, Vladimir Pútin hefur deilt upplýsingum um hvaðan Isis fjármagnar starfsemi sína, en fjármögnun samtakanna virðist koma frá um 40 löndum, þ. á m. löndum innan G20 ríkjanna. Þetta kom fram í ræðu Putin á fundi G20 ríkjanna.

Pútin talaði einnig um mikilvægi þess að draga úr ólöglegum olíuviðskiptum Isis. „Ég hef sýnt kollegum mínum loftmyndir sem sýna greinilega umfang olíuviðskiptanna. Bílalestarnar eru tugir kílómetra...“

Pútin sagði einnig að nú væri ekki rétti tíminn til að deila um hvaða ríki hefðu verið áhrifamest í baráttu við Isis, nú þyrfti alþjóðlegt átak til að berjast gegn samtökunum.

Fréttaveitan RT greinir frá.