Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir fjarri því að búið sé að laga og styrkja hagkerfi heimsins og útilokar ekki að annað samdráttarskeið geti runnið upp. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir hann hafa m.a. vísað til þess að lítill ef nokkur hagvöxtur mælist í helstu ríkjum heims. Af þessum sökum er enn töluverð áhætta í fjármálakerfi heimsins.

Pútín fundaði í gær með leiðtogum 20 helstu iðnríkja heims í Pétursborg í Rússlandi. Á fundum leiðtoganna eru efnahagsmál iðulega á dagskrá. Í þetta sinn auk þess sem ræða átti skattaundanskot alþjóðlegra stórfyrirtækja. Hins vegur skyggðu á það átökin í Sýrlandi og yfirvofandi hernaðaríhlutun á viðræðurnar.