Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknastjóri ríkisins, segir að niðurstöðu í rannsókn á skattamálum nokkurra sjómanna sem starfa á erlendri grundu ljúki á næstu þremur til fjórum vikum.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá nú um miðjan júlí hefur skattrannsóknastjóri haft til rannsóknar hvort nokkrum sjómönnum sem bæði búa og starfa utan landsteinanna hafi borið að greiða tekjuskatt hér á Íslandi. Það getur verið raunin ef viðkomandi voru hérlendis meira en 183 daga á hverju tólf mánaða tímabili þann tíma sem um ræðir. Samkvæmt Bryndísi getur málið varðar tugi milljóna fyrir nokkra einstaklinga.