Áætlaður kostnaður við þær tvær rannsóknarnefndir Alþingis sem unnu skýrslu um Íbúðalánasjóð og sparisjóðina 802,2 milljónir króna. Gert var ráð fyrir því að kostnaðurinn myndi nema 481 milljón króna. Umkeyrsla nefndanna nemur þessu samkvæmt 321,1 milljón króna, sem rannsóknarnefndirnar sækja um í fjáraukalögum .

Nefnd um rannsókn á Íbúðalánasjóði og nefnd um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna voru skipaðar síðsumars 2011. Þeim var upphaflega ætlað að skila niðurstöðum í mars og júní 2012. Í greinargerð með fjáraukalögum segir að ljóst er að bæði umfang og útgjöld voru frá upphafi vanáætluð og hvorki verkáætlanir, tímaáætlanir né fjárhagsáætlanir hafa gengið eftir.

Áfallinn kostnaður við starfsemi beggja nefndanna í lok ágúst var 722,2 milljónir króna. Þar af voru 234,6 milljónir vegna nefndar um Íbúðalánasjóð og 487,6 milljónir króna vegna nefndar um sparisjóðina. Áætluð viðbótarútgjöld til loka nóvember eru 80 milljónir króna. Heildarkostnaður við starfsemi beggja nefndanna er því áætlaður 802,2 milljónir króna eða 321,2 milljónir umfram 481 milljónir umfram veittar fjárheimildir sem að hluta til voru einnig ætlaðar til að hefja rannsókn á einka-væðingu bankanna.