Tata-fyrirtækjaveldið í Indlandi á sér ekki ýkja langa sögu. Stofnandi þess er Jamshedji Tata sem fæddist 3. mars 1839 í Navsari, litlum bæ í suðurhluta Gujarat héraðs.

Hann byggði upp fyrirtækið í Mumbai en það sem oft vill gleymast er að stór hlekkur í uppbyggingu Tata-veldisins var ópíumviðskipti. Meðan á ópíumstríðinu við Kína stóð sáu Bretar í gegnum fingur sér við ópíumviðskipti þeirra sem tóku afstöðu með þeim í sjálfstæðisbaráttu Indverja 1857.

Einn þeirra sem nutu góðs af tvískinnungi Breta var Jamshedji Tata.

Annar af tveimur sonum Jamshedjis, Ratan Tata, ættleiddi Naval Tata, föður Ratan Naval Tata, þegar hann var 13 ára gamall. Ratan Naval Tata er núverandi stjórnarformaður Tata-samstæðunnar. Hann er 71 árs gamall piparsveinn sem býr einsamall með bókum sínum og hundum í Mumbai.

Uppgangur Tata-samstæðunnar er sagður honum að þakka og þykir hann hafa sýnt mikla framsýni í ákvörðunum og gert fyrirtækið að því stærsta í Indlandi og þátttakandi á bílamarkaði heimsins sem verður að taka alvarlega

Ratan var gerður að yfirmanni The National Radio & Electronics Company Limited (Nelco), fyrirtæki sem var í miklum efnahagslegum ógöngum. Ratan lagði til að fyrirtækið sneri sér að framleiðslu á hátæknibúnaði í stað framleiðslu á raftækjum til almennings.

Tillögur hans mættu andstöðu, ekki síst í ljósi fjárhagslegrar sögu Nelco sem aldrei hafði skilað fjárfestum arði með reglubundnum hætti. Þegar Ratan tók við Nelco hafði fyrirtækið einungis 2% markaðshlutdeild og tap á framleiðslunni var 40%.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .