Þegar að kemur fram á næsta ár má reikna með því að gengi krónunnar styrkist að því gefnu að áform um frekari stóriðjuframkvæmdir gangi eftir, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Mat erlendra fjárfesta á þeirri áhættu sem fylgir fjárfestingum í íslenskum krónum hefur hækkað. Þess vegna hefur gengi krónunnar lækkað mun
hraðar en áður var reiknað með.

?Gengislækkun krónunnar skapar möguleika á snöggri aðlögun viðskiptahallans án meiriháttar fórna í framleiðslu- og atvinnustigi," segir greiningardeild Landsbankans.

Sú lækkun á raungengi sem þegar hefur komið fram veldur því að skilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina eru orðin viðunandi.