Samfélagssíðan LinkedIn hefur sett upp reynsluútgáfu af kínverskri útgáfu sinni. Fyrirtækið segir að markmiðið sé að að bjóða kínverskum netnotendum staðbundna þjónustu.

Búist er við því að þetta muni auka vöxt LinkedIn í Kína en þar eru samfélagssíður á borð við Facebook og Twitter bannaðar. Kína er stærsti internetmarkaður í heimi en netnotendur þar eru 500 milljónir.

Meira um málið á vef BBC.