*

laugardagur, 10. apríl 2021
Innlent 14. nóvember 2019 15:27

Ríflega 4.100 íbúðir rísa í Reykjavík

Samtals eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um Reykjavíkurborg í dag.

Ritstjórn
Íbúðum í Reykjavík mun fjölga um 8% þegar íbúðauppbyggingu sem nú stendur yfir lýkur.
Haraldur Guðjónsson

Heildarfjöldi íbúða í Reykjavík er um 54.000 talsins en þessi tala um hækka um rúm 8% þegar framkvæmdum lýkur á þeim íbúðum sem eru í byggingu núna í dag. 

Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi í Reykjavík og þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um opinn kynningarfund sem borgarstjóri heldur á morgun í Raðhúsinu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginn. 

„Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla er  lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi,“ segir ennfremur í tilkynningunni.