Samningur um kaup ríkisins á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun fyrir rúmlega 30 milljarða var undirritaður í dag á blaðamannafundi.

Samtals eiga Reykjavík og Akureyri 50% hlut í Landsvirkjun, en hlutur höfuðborgarinnar nemur 44,525%.

Samþykkt var að greiða 3,4 milljarða með peningum og afganginn með skuldabréfum til 28 ára, sem renna til lífeyrissjóða borgarinnar og Akureyrar.