Lán bandarískra og kanadískra stjórnvalda til bandaríska bílaframleiðandans Chrysler kostar fyrirtækið um 3,3 milljónir dala, 390 millljónir króna, á degi hverjum.  Skuld fyrirtækisins við ríkissjóðina er um 7,5 milljarðar dala.  Félagið sendi frá sér tilkynningu í dag um endurfjármögnun lánanna.

Á þriðjudaginn í næstu viku hyggst Chrysler gefa út skuldabréf og taka lán fyrir um 6,2 milljarða dala en mismunurinn kemur úr sjóðum Fiat sem á 51% hlut í bílaframleiðandanum.

Chrysler vill ekki gefa upp hversu mikið félagið sparar sér með nýjum lánum og skuldabréfaútgáfunni.  Skuldabréfin verða til 8 og 10 ára og bera 8 - 8,25 vexti.