Ríkisskattstjóri gaf fyrr í janúar út sektir á 1.817 félög sem ekki hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2011. Alls eru um 33 þúsund félög á skrá og hafa um 26.500 félög þegar skilað ársreikningi fyrir árið 2011.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri (RSK) segir fjölda sekta í janúar vera mælikvarða á þau félög sem RSK telur að eigi að vera búin að skila ársreikningi. Einhver af þeim 33 þúsund skráðum félögum séu ekki lengur starfandi. Lögum samkvæmt á að skila ársreikningi í síðasta lagi 31. ágúst ár hvert. Ef verulegur dráttur verður á skilum er RSK heimilt að leggja sekt á félögin. Sektin í janúar nam 250 þúsundum króna fyrir hvert félag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.