Nokkuð rólegt var í viðskiptum á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Heildarvelta í viðskiptum með hlutabréf nam 477 milljónum króna og var mesta veltan með bréf Reita eða um 94 milljónir. Mest hækkaði gengi bréfa í Össuri eða um 0,82% en mest lækkaði gengi bréfa í Reginn eða um 0,94%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,12% í dag og stendur lokagildi hennar í 1.502,82.

Þó nokkuð meiri velta var á skuldabréfamarkaði en samtals nam hún um 5,9 milljörðum. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,17% en óverðtryggði hlutinn hækkaði um 0,13% og lækkaði verðtryggði hlutinn um 0,37%.

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 6,2 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í 0,4 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 5,9 milljarða viðskiptum og lækkaði verðtryggði hluti hennar um 0,3% í tveggja milljarða viðskiptum og hækkaði óverðtryggði hlutinn um 0,1% í 3,9 milljarða viðskiptum.