*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 7. nóvember 2019 19:02

Rólegur grænn Kauphallardagur

Úrvalsvísitalan hækkaði um hálft prósent í hlutabréfaviðskiptum fyrir 2,6 milljarða króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Velta í viðskiptum með hlutabréf nam 2,6 milljörðum króna og Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um hálft prósent í dag. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Festi eða fyrir 870 milljónir króna og félagið hækkaði sömuleiðis mest, um 3,1%. 

Origo hækkaði um 2,2% í litlum viðskiptum og Icelandair um 2,1% en viðskipti með bréf Icelandair námu 145 milljónum króna. 

Aðeins bréf þriggja félaga lækkuðu í verði. Mest hlutabréf TM sem lækkuðu um rúmt prósent, þá fasteignafélagið Eik um hálft prósent og minnst Sjóvá um 0,3%. Af þeim þrem voru mest viðskipti með bréf Sjóvá eða fyrir 65 milljónir króna. 

Töluvert meiri velta var í viðskiptum með skuldabréf eða fyrir tæpa 15 milljarða og lækkaði ávöxtunarkrafa verðtryggðra HFF34 mest eða um 18 punkta. 

Stikkorð: Kauphöll