Eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar þénaði um það bil 420 milljónir dollara á viku með því að selja kókaín þegar mest lét. Var hann án alls vafa einn ríkasti eiturlyfjasali sögunnar.

Escobar var þekktur sem „kókaínkóngurinn“ og þénaði hann svo mikið að hann var farinn að fela stafla af seðlum á hinum ýmsu bóndabæjum, í vöruhúsum og heima hjá meðlimum í gengjum sínum. Frá þessu greinir bróðir hans, Roberto Escobar, en hann var fjármálastjóri Pablo og bróðir hans. Hefur hann nú skrifað bók byggða á reynslu sinni hjá Medellin glæpasamtökunum.

„Pablo þénaði svo mikið að á hverju ári afskrifuðum við 10% af peningunum vegna þess að rottur átu þá eða þeir urðu fyrir vatnsskemdum eða týndust,“ skrifar Escobar.

Miðað við áðurnefndar tölur var Escobar því að tapa 2,1 milljörðum dollara á ári, en það jafngildir um 250 milljörðum króna í dag.

Staðreyndin var þó sú að Escobar átti það mikinn pening að hann munaði ekkert um tapið. Árið 1989 sagði Forbes viðskiptatímaritið að Escobar væri einn af 10 ríkustu mönnum í heimi.

Stjórnaði kókaínframleiðslunni í Suður Ameríku

Talið er að hann hafi á upp úr 1980 selt 80 prósent af öllu kókaíni heimsins. Smyglaði hann 15 tonnum af efninu til Bandaríkjanna daglega.

Um miðjan níunda áratuginn létu stjórnvöld í Kólumbíu þrýstingi Bandaríkjastjórnar um framsal fíkniefnabaróna til Bandaríkjanna. Escobar reyndi í fyrstu að beita áhrifum sínum á kólumbíska ráðamenn en þegar ljóst var að það myndi ekki duga bauðst hann til að fara í fangelsi í Kólumbíu gegn loforði um að hann yrði ekki framseldur.

Boðinu var tekið og Escobar fór í fangelsi árið 1991. Hann er sagður hafa breytt fangelsinu í litla höll og þaðan gat hann stjórnað Medelín glæpahringnum, eins og ekkert hefði í skorist.

Í júlí árið 1992 var ákveðið að flytja Escobar í raunverulegt fangelsi. Hann komst að þessum fyrirætlunum og flúði. Leitin að Escobar stóð í 16 mánuði og kostaði mörg mannslíf, bæði lögreglumanna og manna Escobars.

Þann 2. desember 1993 gerði Escobar þau mistök mistök að tala of lengi við konu sína í síma.  Lögreglan fann hann og skaut til bana.