Stjórnendur Royal Unibrew, sem FL Group á 25% hlut í,  telja sig geta innleyst allt einum milljarði danskra króna eða liðlega tólf milljarða íslenskra króna í hagnað af sölu á lóð Ceres-bjórverksmiðjunnar í Árósum sem væntanlega verður lokað innan tíðar.

Poul Møller, forstjóri Royal Unibrew, segir í samtali við Børsen í dag að féð muni verða notað til að styðja við nýja þriggja ára sóknaráætlun sem er í smíðum og er ætlað að bregðast við fallandi tekjum Royal Unibrew.  ”Við höfum ekki enn áveðið hvað við munum nota féð í en ég vil alls ekki útiloka að það verði notað til uppkaupa,” segir Poul Møller.