Margt þykir benda til þess að Ford ætli að selja frá sér Volvo þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

Samkvæmt Reuters-fréttastofunni hafa stjórnendur Ford verið í samræðum við yfirmenn hjá Renault um hugsanlega sölu.

Þeim hafi þó verið slitið þar sem ekki náðist saman um verð. Í framhaldi af því hafi átt sér stað viðræður milli Ford og Dongfeng Motor Corporation, næststærsta bílaframleiðanda Kína.

Dongfeng var stofnað árið 1968 af sjálfum Mao Zedong og kínverska ríkið á 70% í fyrirtækinu. Fyrirtækið er í mörgum samstarfsverkefnum við erlenda bílaframleiðendur, eins og t.d. PSA-samsteypuna, (Citroën och Peugeot) og japönsku framleiðendurna Honda og Nissan ásamt Kia frá Suður-Kóreu.