Fyrirtækið Dress up games ehf., sem rekur dúkkuvefinn dressupgames.com, hagnaðist um rúmlega 110 milljónir króna í fyrra í samanburði við rúmlega 87 milljóna króna hagnað árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi sem skilað var inn til ársreikningaskrár 15. september sl.

Fyrrnefndur vefur hefur vaxið og dafnað undanfarin ár en gestir á honum eru aðallega ungar stelpur í enskumælandi löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu m.a. Tekjurnar koma frá vefrisanum Google sem sér um auglýsingasöluna.

Eini eigandi félagsins er Inga María Guðmundsdóttir, íbúi á Ísafirði. Félagið greiddi 105 milljónir króna í arð til eiganda síns í fyrra.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .