Reykjavíkurborg mun verja 4.560 milljónum króna í stofnkostnað fasteigna á þessu ári. Kom þetta fram á Útboðsþingi sem haldið var á föstudag, en að fundinum stóðu Samtök iðnaðarins, Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki - félag verktaka. Mest fjármagn mun fara í bygginu skólamannvirkja eða 2.075 milljónir króna og 1.240 milljónir króna í íþrótta- og tómstundamannvirki. Þá verður 485 milljónum varið í leikskóla á árinu.

Á árinu verður unnið að undirbúningi og hönnun á nýjum safnskóla í Úlfarsárdal fyrir um 525 milljónir króna. Þetta er skóli sem verður með nemendur frá 8. til 10. bekk  og tekur við nemendum úr öðrum skólum hverfisins sem verða með yngri bekkjardeildum 1. til 7. bekkjar. Varið einnig verður 410 milljónum króna í undirbúning að slíkum skóla á árinu.

Unnið verður að hönnun á 1.100 fermetra viðbyggingu við Breiðholtsskóla. Áformað er að byggja ofan á vesturálmu skólans og við enda hennar, auk breytinga á eldra húsi. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í haust.

Í Laugarnesskóla verður unnið að endurskipulagningu á eldra húsnæði skólans. Það sama er uppi á teningnum í Seljaskóla.

Þá er áætlað að verja um 250 milljónum króna til lóðaframkvæmda við eina 7 skóla í Reykjavík.

Til leikskóla fara 485 milljónir króna og 1.240 milljónir í íþrótta- og tómstundamannvirki. Þar á meðal eru framkvæmdir við 800 fermetra félagshús Leiknis, gervigrasvöll Víkings og unnið verður að undirbúningi framkvæmda á svæði ÍR í Mjódd, hjá Fjölni í Garðabæ, Fylki í Árbæ og á nýju svæði Fram í Úlfarsárdal.

[email protected]