Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ekki leitast eftir endurkjöri í alþingiskosningunum sem fram fara næsta haust. Morgunblaðið greinir frá þessu en í samtali við blaðið segir ráðherrann ákvörðunina vel ígrundaða.

„Ég hef hugsað þetta og bú­inn að gera það upp við mig, að þetta sé orðið gott eft­ir 35 ára þjón­ustu í stjórn­mál­um og ætla því ekki að leita end­ur­kjörs í haust," hefur Morgunblaðið eftir Kristjáni Þór.

Hann kveðst þó áfram ætla að vera virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins, jafnvel þó að hann verði ekki áfram með forystumanna flokksins að yfirstandandi kjörtímabili loknu.