Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hafa útilokað að gefið verði út sameiginlegt skuldabréf evrusvæðisins til að létta á skuldavanda innan þess. Fjármálaráðherra þýskalands, Wolfgang Schauble, sagðist ekki geta stutt hugmyndina svo lengi sem ríkin innan sambandsins sjái sjálf um fjárlagagerð. Það er líklegt að samstarf evruríkja um efnahagsleg málefni verði meiri í framtíðinni. Þetta kemur fram í Morgunpósti greiningarþjónustu IFS.