Þjónustujöfnuður við útlönd var jákvæður um 34,1 milljarð í fyrra samanborið við 36 milljarða á árinu 2009. Samtals nam seld þjónusta um 300,1 milljarði króna en keypt þjónusta erlendis frá var 266,1 milljarður króna. Samgöngu- og flutningaþjónusta vegur þyngst í þjónustunni. Hún var seld fyrir 145,2 milljarða króna eða sem nemur rúmlega 48 prósent af heildinni. Flugsamgöngur eru stærsti liðurinn og vega tekjur af þeim um 43,4 prósent af heildarútflutningi.