Samkeppniseftirlitið hefur í dag samþykkt samruna Kaupþings og Spron án skilyrða samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samruninn er þó enn háður samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Sameinaður banki Kaupþings og Spron eftir verður stærsti aðilinn á inn- og útlánamarkaði Íslands, gangi sameining bankanna eftir.

Bankinn verður með 32% hlutdeild í innlánum, en samkvæmt uppgjörum bankanna fyrir 2. fjórðung er Landsbankinn nú með mesta hlutdeild í innlánum og útlánum.

Útlánasasfn Spron nemur 280 milljörðum króna og innlánasafnið nemur 89 milljörðum króna.

Sameinaður banki verður einnig með stærsta útibúanet á höfuðborgasvæðinu, afgreiðslustaðir verða 21 talsins en til samanburðar eru afgreiðslustaðir Landsbankans og Glitnis 12 hjá hvorum banka á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá nánar á vef Samkeppniseftirlitsins.