Bandaríkin verma 7. sæti á lista yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims samkvæmt nýútgefnum lista Alþjóðaefnahagsráðsins.

Árið áður var stærsta hagkerfi heims í 5. sæti en fellur nú um 2 sæti. Þetta er 4. árið í röð sem landið færist neðar á listann. Óstöðugleiki í efnahagslífinu, dvínandi traust fyrirtækja á ríkisstjórnina og áhyggjur yfir ríkisfjármálunum eru helstu ástæður fyrir lækkuninni.

Erfiðleikar stjórnmálamanna ná niður fjárlagahalla Bandaríkjanna er einnig stór þáttur í lækkuninni en hallinn er orðinn 1,1 billjón dollarar. Til samanburðar eru skuldir Bandaríkjanna orðnar um 11 billjón dollarar.

Sviss vermir 1. sætið og Singapúr fylgir fast á eftir.