Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, átti í dag símafund með Jean-Claude Juncker vegna aðkallandi skuldavanda Grikklands og óska þeirra um aukinn skilning annarra evrulanda á vandanum.

Samkvæmt talsmanni Tsipras, Annika Breidthardt, mun fundurinn hafa farið fram á „jákvæðum nótum samvinnu." Engu að síður hafa tilraunir Tsipras og annarra í nýmyndaðri ríkisstjórn Syriza og Anel ekki borið árangur í þeim efnum. Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu hittast í Brussel á morgun, en fjármálaráðherra Þýskalands segir útilokað að samkomulag muni nást fyrir fundinn.

Tsipras hefur undanfarnar tvær vikur ferðast um Evrópu í von um bandamenn í viðleitni sinni til að lækka skuldir Grikklands og slá gjalddögum á frest. Tilraunir til þess hafa ekki borið tilætlaðan árangur.

Wall Street Journal greinir frá.