Samsung, stærsta snjallsímafyrirtæki heims, spáir 60% samdrætti í hagnaði fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi vegna dræmrar sölu á Galaxy snjallsímanum. BBC News greinir frá.

Fyrirtækið hafði búist við tekjum upp á 3,1 milljarð punda, en segir nú að útlit sé fyrir að tekjurnar nemi 2,5 milljörðum punda. Snjallsímasala fyrirtæksins, sem er jafnframt helsta tekjuauðlind þess, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna aukinnar samkeppni frá fyrirtækjum eins og Apple og Lenovo.

Bréf í fyrirtækinu hækkuðu um 1,6% í kauphöllinni í Seoul þrátt fyrir þessar fréttir um afkomu félagsins. Fyrirtækið mun skila árshlutauppgjöri í lok mánaðarins.