Spænski bankinn Santander hefur keypt spænska bankann Banco Popular, mun kostnaður Santander vegna kaupanna nema sjö milljörðum evra. Seðlabanki Evrópu hafði áður lýst því að Banco Popular væri á leið í gjaldþrot eða líklegur til þess vegna lausafjárvanda. Hefur bankinn lent í miklum vandræðum eftir að milljarðar af fasteignalánum fegnust ekki greidd.

Stjórnendur Banco Popular hafa undanfarna mánuði gert tilraunir til að bjarga bankanum með því að selja eignir. Stjórnarformaður Santander, Ana Borin segir kaupin vera góð og muni sameinaður banki koma til með að styrkja landfræðilega stöðu bankans á sama tíma og efnahagur Spánar og Portúgals hefur farið batandi.

Fjárfestar virðast hins vegar ekki vera sammála stjórnarformanninum en hlutabréf Santander hafa lækkað um 3% það sem af er degi.