Samkvæmt nýrri sumaráætlun SAS fyrir næsta ár mun flugferðum sænska flugfélagsins til Íslands fjölga frá síðasta sumri. Frá þessu er greint á vefnum turisti.is en SAS flýgur til Íslands frá Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.

„Allt árið um kring fljúga þotur SAS hingað til lands frá Ósló og Kaupmannahöfn og nú í sumar bættust við ferðir frá Stokkhólmi yfir háannatímann. Og nú liggur fyrir að ferðunum þaðan verður fjölgað næsta sumar líkt gert var ráð fyrir. Ný sumaráætlun SAS gerir þannig ráð fyrir þremur ferðum í viku hingað frá Arlanda flugvelli við Stokkhólmi frá lokum júní og fram í byrjun ágúst. Ferðirnar voru tvær í viku á nýliðnu sumri.

Meiru munar þó sennilega um viðbótin í Kaupmannahöfn því þaðan munu þotur SAS fljúga allt að tíu sinnum í viku til Íslands næsta sumar,“ segir m.a. í fréttinni á vef Túrista.