Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25%. Verðbólga á evrusvæðinu var 0,7% í janúar en hafði verið 0,8% í desember.

Þrátt fyrir mikinn ótta um verðhjöðnun á evrusvæðinu telur bankinn að evruríkin átján séu að ná sér upp úr efnahagslægð.Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á blaðamannafundi að hún óttaðist ekki verðhjöðnun. Það væri mjög lítil verðbólga sjáanleg í framtíðinni en ekki verðhjöðnun.