Þýski seðlabankinn flutti 210 tonn af gulli til Frankfurt frá París og New York í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Á meðan Kalda stríðið stóð yfir vildu bankinn halda gullforðanum öruggum sem fjærst Sovétríkjunum, af ótta við innrás úr austri.

Stærstur hluti gullforða seðlabankans var byggður upp úr 1950 þegar viðskiptajöfnuður Þýskalands fór vaxandi, en Bretton Woods kerfið var þá enn í gildi.

Árið 2020 ætlar bankinn að vera búinn að flytja helminginn af forðanum til Frankfurt í Þýskalandi, en hinn helmingurinn verður geymdur í París, London og New York.