Heildarkostnaður Seðlabankans vegna launadeilu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn bankanum fyrir dómstólum nam rúmum 7,4 milljónum króna. Fram kemur á umfjöllun Vísis .is um málið að málarekstur fyrir héraðsdómi kostaði rúmar fjórar milljónir króna en tæpar 3,4 milljónir í Hæstarétti. Upplýsingarnar byggir Vísir á svari frá Seðlabankanum.

Málið snýst um það að Már vildi fá úr því skorið hvort Kjararáði hafi verið heimilt að skerða lán hans eftir skipun í embætti seðlabankastjóra. Már tapaði málinu í héraðsdómi. Hann sagði í samtali við RÚV um helgina að hann hefði aldrei áfrýjað málinu til Hæstaréttar nema ef ekki hefði legið fyrir að bankinn myndi greiða kostnaðinn við málareksturinn. Már tapaði málinu sömuleiðis í Hæstarétti .

Það var Morgunblaðið sem sagði fyrst frá því í síðustu viku að Seðlabankinn hafi greitt málskostnað Más gegn bankanum.