Fjármálaeftirlitið (FME) og Seðlabanki Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sinn og var hann undirritaður 1. desember síðastliðinn. Þá var einnig undirritað samkomulag Seðlabankans og FME um framkvæmd lausafjáreftirlits lánastofnana. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans .

Markmið samstarfssamningsins er að formbinda samvinnu og upplýsingaskipti stofnananna og samhæfa viðbrögð við kerfisáhættu á vettvangi fjármálastöðugleikaráðs. Í samningnum segir að til að ná því markmiði sé nauðsynlegt að samvinna stofnananna, m.a. á vettvangi kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs, miði að því að greina og meta kerfisáhættu. Þá skuli greining á fjármálastöðugleika draga upp greinargóða mynd af styrkleika og veikleika fjármálakerfisins.

. Greining á stöðu þýðingarmikilla aðila á fjármálamarkaði á enn fremur að draga upp skýra mynd af viðnámsþrótti þeirra. Til að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu og kerfisáhættu hafa stofnanirnar sett á laggirnar fimm sameiginlega áhættumatshópa sem starfa árið um kring. Áhættumatshóparnir eru útlánaáhættuhópur, markaðs¬áhættuhópur, lausafjár- og fjármögnunaráhættuhópur, áhættuhópur um fjármálainniviði og svonefndur míkró-makróhópur.