Blaðamannafundur um leiðréttingarleið ríkisstjórnarinnar
Blaðamannafundur um leiðréttingarleið ríkisstjórnarinnar
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

„Ég geri ekki ráð fyrir að það verði nein skerðing á barnabótum þegar niðurstaða fjárlagagerðar liggur fyrir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann segir að við fjárlagagerð hafi verið horft til þess að láta þá sem hæstar hafa tekjurnar borga brúsann.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Sigmund að því í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hverju sæti að ráðast eigi í lækkun barnabóta á næsta fjárlagaári. Það komi barnafjölskyldum illa, ekki síst meðaltekjuhjónum með mikla skuldabyrði. Hún muni verða af háum fjárhæðum.

Þessu vísaði Sigmundur á bug og sagði þvert á móti miklu, miklu hærri en þegar Árni Páll sat síðast í ríkisstjórn.