Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Neyðarþjónustan ehf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að kasta rýrð á vörur frá ASSA í bréfi til viðskiptamanna.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Þá kemur einni fram að Neyðarþjónustan hefur brotið gegn ákvæðum sömu laga með ósönnuðum fullyrðingum í kynningarbréfi og á vefsíðu fyrirtækisins og með því að bera saman verð á ósamanburðarhæfum vörum frá MU og ASSA.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér