Sameinuð fyrirtæki 365 miðla og Tals geta orðið öflugur keppinautur á móti öðrum fyrirtækjum á fjarskiptamarkaði, að mati IFS Greiningar. Tilkynnt var um sameiningu félaganna í júli og ætli félögin sér af fara inn á fjarskiptamarkaðinn af fullum krafti. Nokkru áður hafði Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365 miðla . Hann var svo um miðjan júlí ráðinn til að taka við forstjórastólnum af Ara Edwald hjá 365 miðlum.

IFS Greining fjallar um sameiningu Tals og 365 í afkomuspá sinni fyrir Vodafone, sem birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á morgun. Þar segir að Tal hafi verið hálfgerð Öskubuska á fjarskiptamarkaðnum. Til viðbótar því hafi 365 þegar hafið sölu á nettengingum fyrir heimili og 4G farsímaþjónusta er fyrirhuguð á næstunni.

Eins og fram kom á VB.is í gær spáir IFS Greining því að uppgjör Vodafone verði ágætt, fjórðungurinn betri en sá sami í fyrra og árið yfir höfuð betra fjárhagslega séð.