Seðlabankinn hefur í dag tilkynnt um að stýrivextir verða hækkaðir um 75 punkta en hækkunin er sú fjórtánda í röð síðan í maí 2004 en stýrivextir bankans eru nú komir upp í 12,25%. Greiningaraðilar höfðu spáð hækkun á bilinu 50 til 75 punktum.

Peningamálastefna Seðlabankans hefur undanfarið verið gagnrýnd fyrir að hafa mistekist að hafa stjórn á verðbólgunni sem er nú orðin 7,6%, sem er vel yfir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans.