Bjórframleiðandinn Heineken hefur lokið við sölu á átöppunarverksmiðju sinni í Mexíkó til bandaríska fyrirtækisins Crown Holdings og nemur kaupverðið 1,23 milljörðum bandaríkjadala, að því er BBC News greinir frá.

Samkvæmt tilkynningu frá Heineken skilar salan fyrirtækinu hagnaði upp á 300 milljónir bandaríkjadala, en verksmiðjan mun þó halda áfram að framleiða bjór fyrir dótturfélag Heineken í Mexíkó, Cuauhtémoc Moctezuma.