Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, hefur krafist þess að fram fari á Alþingi sérstök umræða um uppsagnir á RÚV. Hún mun fara fram á Alþingi í dag og til andsvara verður Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greint var frá því á miðvikudag í síðustu viku að starfsmönnum hjá RÚV yrði fækkað um 60. Þar af verða beinar uppsagnir 39 sem komu strax til framkvæmda. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum, ekki síst í fréttum RÚV, og fóru skipulögð mótmæli fram seinni hluta síðustu viku.