Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðð að verja 50 milljónum bandaríkjadala, sem nemur 6,1 milljarði króna, til stuðnings mannúðarstarfi í þágu sýrlenskra flóttamanna.

Valerie Amos, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að þetta sé stærsta einstaka framlag sem lagt hefur verið fram til að styðja við þolendur einnar tiltekinnar krísu.

20 milljónir dala munu far í aðstoð við flóttamenn sem enn eru í Sýrlandi, 15 milljónir munu fara í að styðja við flóttamenn sem komnir eru til Líbanon, 10 milljónir til þeirra sem eru í Írak og fimm milljónir til þeirra sem eru i Jórdaníu.

Fjórar miljónir Sýrlendinga eru á flótta þar í landi. Tvær milljónir eru komnar til annarra landa.

Washington Post segir frá.