Annar nemendahópurinn frá alþjóðlega orkuskólanum Reyst, sem rekinn er af Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, er nú útskrifaður.

Sex nemendur frá fimm löndum luku meistaraprófi á sviði sjálfbærrar orku, ýmist á vettvangi verkfræði, jarðfræði eða viðskipta. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum OR síðastliðinn föstudag.

„Á meðal rannsókna sem nemendur unnu að er könnun á hagfræðilegum og umhverfislegum kostum þess að nýta jarðhitann hér á landi til að framleiða liþíum-rafhlöður og megindleg greining á fýsileika rafbílavæðingar.

Þeir sem útskrifast hófu nám síðsumars árið 2009 og fimm nemendur úr þessum árgangi REYST nema munu ljúka námi í vor, tveir Íslendingar, tveir frá Bandaríkjunum og einn frá Indlandi,“ segir í tilkynningu.

orkuskólinn REYST
orkuskólinn REYST
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hinir útskrifuðu eru: Bizuayehu TesfayeTilahun frá Eþíópíu, Gunnar Pétur Hauksson, Javier Gonzáles-Garcia frá Kólumbíu, Níels Sveinsson, Pai-Chun Tao frá Taíwan og Timo Koivumäki frá Finnlandi.