Sigrún Andersen hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri Yggdrasils ehf. Sigrún starfaði áður sem Framkvæmdastjóri Íshafnar ehf sem er dótturfélag Haga og  bar ábyrgð á uppbyggingu og rekstri 9 sérvöruverslana Haga. Má þar nefna Topshop, Dorothy Perkins, Evans, Oasis, Jane Norman ofl.

Í tilkynningu kemur fram að Yggdrasill var stofnað árið 1986 af hjónunum Rúnari Sigurkarlssyni og Hildi Guðmundsdóttur og hefur frá upphafi einskorðað starfsemi sína við sérframleiddar vörur í samvinnu við innlenda bændur og erlenda framleiðendur.

Allar vörur fyrirtækisins falla í einhvern þriggja vöruflokka, þ.e. lífrænt ræktuð matvæli, lífrænar snyrtivörur eða umhverfisvænar hreinlætisvörur.

Áður en Sigrún hóf störf hjá Högum starfaði hún sem innkaupamaður dömudeildar Hagkaupa. Sigrún er með B.A. gráðu í Fatahönnun frá Academie Beeldende Kunsten í Hollandi og MBA gráðu úr Háskólanum í Reykjavík.