Í morgun samþykkti ríkisstjórnin tillögu forsætisráðherra um að blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson, gegni áfram stöðu fjölmiðlafulltrúar nýrrar ríkisstjórnar líkt og hann hefur gert síðan í september árið 2013 hjá fyrri ríkisstjórn.

„Sigurður Már er ráðinn til starfans á grundvelli 1. mgr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands og hefur aðsetur í forsætisráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.