Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Sigurð Skúla Bergsson, aðstoðartollstjóra, tímabundið í embætti tollstjóra frá 1. október næstkomandi, þar til skipað hefur verið í stöðuna. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins .

Sigurður Skúli lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og B.Sc. gráðu í rekstrarhagfræði frá Handelshjøskole Syd. í Danmörku árið 1990. Hann kom til starfa hjá embætti tollstjóra árið 1998 og hefur gegnt embætti aðstoðartollstjóra frá 2006. Snorri Olsen, sem gegnt hefur embætti tollstjóra frá 1997 tekur 1. október við embætti ríkisskattstjóra.