Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur þegar búið er að birta tölur úr öllum kjördæmunum sex, með 26%, en Vinstri græn hlutu 17% atkvæða. Heildarhlutfall VG, Samfylkingingar og Píratar eru samanlagt með tæp 35%, en stjórnarandstaðan er í heildina með 45% atkvæða, þegar Framsóknarflokkurinn er tekin með.

Flokkur fólksins er samkvæmt þessum tölum aftur á leið inn á þing með tæplega 7% atkvæða, sem og Miðflokkurinn með tæp 11%. Samanlagt hafa því þessir nýju flokkar tæp 18% atkvæða, en heildarhlutfall þeirra ásamt Sjálfstæðisflokki og Viðreisn er 50% atkvæða eða því sem næst.

Skipting atkvæða er sem hér segir miðað við að búið er að telja 39.261 atkvæði:

  • Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,97%
  • Vinstrigrænir eru með 17,03%
  • Samfylkingin er með 12,68%
  • Miðflokkurin er með 10,84%
  • Framsóknarflokkurinn er með 9,91%
  • Píratar eru með 8,87%
  • Viðreisn eru með 6,59%
  • Flokkur fólksins er með 6,82%
  • Björt framtíð er með 1,11%