Stærsti einstaki eigandi í Walt Disney Co. var Steve Jobs og hefur hluturinn nú verið færður í sjóð sem ekkja hans stýrir. Steve Jobs átti 7,7% hlut í Disney og keypti hann 138 milljón hluti í fyrirtækinu árið 2006 þegar hann seldi Pixar Animation Studios til Disney. Söluverð Pixar var 7,4 milljarðar Bandaríkjadala.

Steve Jobs sat einnig í stjórn Disney og var góður vinur og viðskiptafélagi Robert Iger, forstjóra Disney. Iger situr einnig í stjórn Apple.

Ekkja Steve Jobs vildi ekki svara spurningum Wall Street Journal um málið.

Hér má lesa frétt Wall Street Journal í heild sinni.