Skandinavískir bankar lækkuðu í viðskiptum gærdagsins sem var m.a. rakið til falls danska smábankans Fjordbank Mors. Bankinn var aðeins sjö mánaða gamall.  Þetta kemur fram í greingarefni IFS.

Danske Bank í Kaupmannahöfn.
Danske Bank í Kaupmannahöfn.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Danske Bank féll um rúm 5% í viðskiptum gærdagsins eftir að Fitch breytti horfum á langtímaeinkunn úr stöðugum í neikvæðar en í síðasta mánuði fór Moody´s sömu leið. Danske Bank er sjötti verðmætasti banki Norðurlanda,

Frá áramótum hefur gengi Danske Bank fallið um þriðjung. Jyske Bank, næststærsti banki Danmerkur, lækkaði um rúm 3%.